Skipulagsnefnd

397. fundur 25. september 2023 kl. 08:00 - 09:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð - 2202004
Nefndin heldur áfram umfjöllun um umsókn Biskupsstofu um skráningu lóðar úr landi Syðra-Laugalands. Borist hafa ný gögn í málin, þar sem lóðamörk eru að lágmarki í 5m fjarðlægð frá byggingum á lóðinni. Jafnframt er óskað eftir að lóðin fái heitið Syðra-Laugaland lóð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt að því gefnu að þinglýst verði kvöð um aðgengi að borholunni.
Jafnframt er bent á að það samræmist ekki reglugerð um skráningu staðfanga að hafa viðbótina lóð í nafninu. Nauðsynlegt er að gefa eigninni annað nafn.
 
2. Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023 - 2309015
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um aðalskipulagsbreytingu þar sem að mörkum íbúðarsvæðis ÍB25 í gildandi aðalskipulagi verði breytt til samræmis við eldra skipulag. Jafnframt liggur fyrir deiliskipulag sem kynna þarf að nýju.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að málshefjendum sé gert að leggja fram skipulagslýsingu vegna verkefnisins skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
3. Holt - umsókn um frakvæmdaleyfi til vegagerðar - 2309033
Fyrir fundinum liggur umsókn um framkvæmdaleyfi til að leggja vegstæði upp að lóðinni Holt. landnr. L 236419. Jafnframt er óska eftir framkvæmdaleyfi til að taka grunn og reisa hús.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að lagt verði vegastæði að fenginni jákvæðri umsögn frá Vegagerðinni.
Teikningum af fyrirhugaðri byggingu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
4. Skipulagsgáttin - kynning á samráðsgátt um skipulagsmál - 2309028
Skipulagsstofnun hefur sett á fót gagna- og samráðsgátt sbr. 7. gr.Lög nr. 111 25. júní 2021.
Skipulagsstofnun starfrækir landfræðilega gagna- og samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og leyfisveitingar. Þar skal birta gögn, ákvarðanir og umsagnir vegna umhverfismats framkvæmda og áætlana og leyfa til framkvæmdar. Allar umsagnir samkvæmt lögum þessum skulu berast í gáttina. Aðgangur að gáttinni er öllum opinn og án endurgjalds.
Skipulagsgáttin er samráðsgátt um skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi. Hér getur þú fundið upplýsingar um mál í vinnslu, gert athugasemdir við mál á kynningartíma og nálgast endanleg gögn og afgreiðslur.
https://skipulagsgatt.is/
Lagt fram og kynnt.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15
Getum við bætt efni síðunnar?