Skipulagsnefnd

394. fundur 14. ágúst 2023 kl. 08:00 - 09:45 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Dagný Linda Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson
  • Finnur Yngvi Kristinsson
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

1.

Kotra 18 - beiðni um breytingu á skipulags- og lóðarmörkum - 2306025

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Lilju Filippusdóttur fyrir hönd lóðarhafa Kotru 18 (L230148) með beiðni um breytingu á skipulagi og lóðarmörkum. Erindinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Fyrir liggur samþykki fyrir breytingunum á lóð Kotru 18 frá landeigendum Kotru (L226737).

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

Samþykkt

 

   

2.

Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit - 2201016

 

Á fundi sveitarstjórnar 10. febrúar 2022 var samþykkt að vísa beiðni Kristjáns Þórs Víkingssonar, um byggingarreit fyrir einbýlishúsi á lóðinni Arnarhóli lóð L202907, í grenndarkynningu. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartímabili.


 

Nefndin frestar afgreiðslu erindisins og kallar eftir málsettri afstöðumynd.

 

   

3.

Kotra 17 - umsókn um stækkun byggingarreits - 2304026

 

Nefndin fjallar um beiðni lóðarhafa Kotru 17 um deiliskipulagsbreytingu vegna framkvæmda sem fram hafa farið á lóðinni. Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum 27. apríl 2023 að kanna hug nágranna til breytingarinnar með grenndarkynningu. Grenndarkynningin hefur nú farið fram og ekki bárust andmæli vegna málsins.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreyting verði samþykkt skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

4.

Finnastaðir - beiðni frá HMS um aðgreiningu staðfanga - 2306026

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem óskað er úrbóta á staðfangaskráningu á jörðunum Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit. Tvær jarðir eru skráðar með staðfangið Finnastaðir í sveitarfélaginu og því er óskað eftir að að staðfangi annarar jarðarinnar verði breytt til að auðvelda aðgreiningu.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði eftir sjónarmiðum eigenda á að breyta staðfangi jarðarinnar í Finnastaðir í Sölvadal.

 

   

5.

Gilsá 2 lóð - umsókn um byggingu aðstöðuhúss við núverandi frístundahús - 2307003

 

Eigendur Gilsá 2 lóð (L152603), Jón Valur Sverrisson og Bergþóra Jóhannsdóttir, sækja um byggingarreit fyrir byggingu aðstöðuhúss við frístundahúsið á lóðinni.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

6.

Hrafnatröð 6 - beiðni um breytingu á deiliskipulagsskilmálum lóðar - 2307005

 

BÁ Húsaskoðun ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á einni hæð á lóðinni Hrafnatröð 6. Samkvæmt deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar er leyfilegt heildarbyggingarmagn 320 m² en óskað er eftir að það verði hækkað í 365 m². Þá er óskað eftir því að byggingarreitur nái yfir sameiginlegt inntaksrými fyrir húsið. Umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Rögg teiknistofu dagsettir 07.06.2023.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu.

 

Samþykkt

 

   

7.

Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð - 2202004

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Biskupsstofu þar sem óskað er eftir stækkun lóðarinnar undir fyrrum prestsbústaðinn á Syðra-Laugalandi. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 16. mars síðastliðinn stofnun lóðarinnar og er nú óskað eftir að hún stækki þannig að skúr fyrir ofan heimkeyrslu verði einnig innan lóðar. Núverandi lóð er 3202m² en með stækkun yrði hún 3697m². Með erindinu fylgir lóðablað dags. 07.06.2023.

 

Skipulagsnefnd kallar eftir ítarlegri upplýsingum um athafnarými umhverfis geymsluskúr austast á lóðinni. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

 

   

8.

Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2209020

 

Eyjafjarðarsveit sendi Skipulagsstofnun til athugundar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna Espihóls. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun. Lagt fram til kynningar.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagstillagan verði uppfærð á viðeigandi hátt og að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Benjamín Davíðsson vék af fundinum við afgreiðslu erindisins.

 

   

9.

Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistökusvæðis - 2303030

 

Kynningu á skipulagslýsingu, vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæðis í landi Stóra-Hamars 1, lauk 18. júlí síðastliðinn og bárust 7 umsagnir vegna málsins. Nefndin fjallar um innkomnar umsagnir.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum athugasemdum við gerð skipulagstillögu.

 

   

10.

Hótel í Ytri-Varðgjá Vaðlaskógi - umsagnarbeiðni vegna matsskylduákvörðunar Skipulagsstofnunar - 2307004

 

Hótel Gjá ehf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu um Ytri-Varðgjá Hótel, Eyjafjarðarsveit skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir að Eyjafjarðarsveit gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd. Umsagnarfrestur var 13. júlí sl. en hefur nú verið framlengdur. Meðfylgjandi er matskyldufyrirspurn unnin af Landslagi, dagsett 09.06.2023.

 

Skipulagsnefnd telur að framkvæmdartilkynningin geri góða grein fyrir framkvæmdinni og nefndin telur ekki tilefni til þess að framkvæmdin undirgangist umhverfismat. Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé háð annarsvegar framkvæmdaleyfi og hinsvegar byggingarleyif sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að svarbréf svo hljóðandi verði sent Skipulagsstofnun.

Anna Guðmundsdóttir lýsir sig vanhæfa og víkur af fundi.

 

   

11.

Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel - 2208016

 

Kynningartímabili aðal- og deiliskipulagstillaga vegna hótelbyggingar í landi Ytri-Varðgjár Vaðlaskógar lauk 19. júlí síðastliðinn og bárust 13 umsagnir vegna málsins. Nefndin fjallar um innkomnar umsagnir.

 

Skipulagsnefnd telur að fjalla þurfi á ítarlegri hátt um nokkra þætti framkvæmdarinnar í skipulagsgögnum, einkum í umhverfisskýrslunum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fulltrúar sveitarfélagsins fundi með skipulagshönnuði og fari yfir tiltekin atriði skv. minnislista sem tekinn var saman við umfjöllun nefndarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði til fundar við Norðurorku skv. ósk fyrirtækisins.

Anna Guðmundsdóttir lýsir sig vanhæfa og víkur af fundi.

Getum við bætt efni síðunnar?