Aukafundur
Dagskrá:
1. Hleiðargarður 1 land - afmörkun sumarbústaðalóða - 2305035
Fyrir fundinum liggur erindi frá eigendum sumarhúsalóðanna Hleiðargarður 1 land (L187936) og Hleiðargarður 1 land (L152630) þar sem óskað er eftir afmörkun á lóðarmörkum sumarhúsalóðanna. Lóðirnar eru þegar til í fasteignaskrá og eru eignarlóðir en eru ekki hnitsettar. Einnig er óskað eftir að breyta staðföngum lóðanna þannig að Hleiðargarður 1 land (L152630) fái staðfangið Hleiðargarður III og Hleiðargarður 1 land (L187936) fái staðfangið Hleiðargarður IV.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt en sett verði kvöð um aðgengi frá Eyjafjarðarbraut vestri (821).
2. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Aðalskipulagsbreyting í landi er lokið. Fyrir fundinum liggur deiliskipulag í landi Leifsstaða II L152714 sem auglýsa þarf aftur. Allar innsendar umsagnir og athugasemdir halda áfram gildi sínu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagi fyrir Leifsstaði II verði vísað í auglýsingu samkvæmt 41.gr. skipulagslaga 123/2010.
Allar áður inn sendar umsagnir halda gildi sínu.
3. Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2209020
Kynningartímabili á aðal- og deiliskipulagstillögum, vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugað íbúðarhús á landareigninni Espihóli, lauk 6. júní síðastliðinn. Erindið var sent í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bárust fjórar umsagnir á kynningartímabili; frá Skipulagsstofnun, Norðurorku, Minjastofnun og Vegagerðinni. Nefndin fjallar um innkomnar umsagnir.
Benjamín Davíðsson vék af fundi undir þessum lið.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Norðurorku og Minjastofnun, þær gefa ekki tilefni til ályktunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa aðal- og deiliskipulagstillögunni í auglýsingu skv. 31. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna tveggja efnistökusvæða - 2303030
Nefndin heldur áfram umfjöll sinni um erindið.
Frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við landeiganda og skipulagshönnuð.
5. Kotra 11 - umsókn um stækkun byggingarreits - 2304031
Á fundi sveitarstjórnar 11. maí síðastliðinn var samþykkt að vísa umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr á lóðinni Kotru 11 í grenndarkynningu. Erindið var sent í grenndarkynningu og er grenndarkynningartímabili nú lokið. Ein athugasemd barst og er hún nú til umfjöllunar nefndarinnar.
Skipulagsnefnd fjallar um innsendar athugasemdir og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda verði hæsti punktur á bílskúr ekki hærri en lægsti punktur á þaki hússins.
6. Jódísarstaðir - umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús - 2306016
Fyrir fundinum liggur erind frá Hlyni Kristinssyni Jódísarstöðum L152664 um stofnun lóðar fyrir íbúðarhús.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að áform um stofnun Jódísarstaðir lóðar D verði samþykkt.
Til umfjöllunar er staða deili- og aðalskipulags á landspildu í landi Jódísarstaða, norðan íbúðarsvæðis ÍB25 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði aðalskipulagsbreyting þar sem að mörkum íbúðarsvæðis ÍB25 í gildandi aðalskipulagi verði breytt til samræmis við eldra aðalskipulag. Einnig verði deiliskipulagstillaga auglýst að nýju.
7. Kroppur - Íbúðasvæði - 2104003
Nefndin fjallar um innkomnar athugasemdir og ábendingar á augýsingatímabili Ölduhverfisins í Kroppi.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands, Norðurorku og Vegagerðinni þar sem ekki voru gerðar athugasemdir. Minjastofnun bendir á að gera þurfi frekari rannsóknir á fornminjum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstar aðal- og deiliskipulagstillögur verði samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulaganna. Skipulagsnefnd áréttar ennfremur að áður en til útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis á skipulagssvæðinu kemur skuli liggja fyrir samþykki Minjastofnunar vegna athugasemda sem fram koma í erindi stofnunarinnar sbr. ofangreint.
8. Jódísarstaðir lóðir 1-10 - nýtt nafn á götu - 2306024
Erindi frá HMS þar sem óskað er eftir nafni á götuna sem Jódísarstaðri lóðir 1-10 standa við.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gatan fá heitið Jódísartún.
9. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um erindið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að í samræmi við ábendingu frá Innviðaráðuneytinu verði óskað eftir undanþágu vegna tveggja byggingarreita í landi Samkomugerðis vegna fjarlægðar frá vegi þar sem byggingarreitir séu annars vegar í um 40 metra og hins vegar í um 60 metra fjarlægð frá Dalsvegi.
10. Kotra 18 - beiðni um breytingu á skipulags- og lóðarmörkum - 2306025
Fyrir fundinum liggur erindi frá Lilju Filipsdóttir fyrir hönd Lóðareiganda Kotru 18 L230148 um beiðni á breytingu á skipulagi og lóðarmörkum.
Erindi frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45