Dagskrá:
1. Hrísar - umsókn um stofnun nýrrar landeignar, Hrísar 2 - 2305024
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um erindi frá Rósbergi Óttarsyni fh. landeigenda Hrísa L. 152655 um að stofna lóð. Á lóðinni er íbúðarhús.
Jafnframt er óskað eftir því að lóðin fá heitið Hrísar 2.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
2. Brúnahlíð Brúarlandi - leiðrétting á skipulagsmörkum - 2305033
Fyrir fundinum liggur beiðni um að leiðréttingu á skipulagsmörkum samkvæmt ábendingu frá skipulagsstofnun þá þurfa skipulagsmörkin að vera skýr og geta ekki skarast. Þetta leiðréttist til að Deiliskipulag Brúarlands, íbúðarbyggð geti öðlast gildi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
3. Eyrarland lóð 11-12 - umsókn um stækkun frístundahúss - 2305036
Fyrir fundinum liggur erindi frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni hjá M2hus fyrir hönd Bjarka Jóhannssonar eiganda frístundarhús á Eyrarlandi 11-12 L.186446 þar sem óskað er eftir að endurnýja og stækka frístundarhúsið. Húsið leysir af núverandi hús sem verður fjarlægt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
4. Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna tveggja efnistökusvæða - 2303030
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæða í landi Stóra-Hamars 1 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi fh. Jóhanns Jóhannessonar eiganda Stóra-Hamars 1 L152778.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli.
5. Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði - 2211017
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hannesi Haraldssyni fh. hans og Hildar Haraldsdóttur þar sem óskað er eftir breytingu á áður samþykktu leyfi til að reysa geymsluhúsnæði (stálgrindahús) á lóð L 226580.
Fallið er frá því að lóð L226580 verði stækkuð og að byggja sameiginlegt hús.
Óskað er eftir að byggingarmagn á staðnum sem áætlað var að reisa verði minnkað og verði að hámarki 65 fermetrar og standi öll byggingin á lóð Hannesar L 221325 í suð austur horni lóðar.
Jafnframt óskar Hannes fyrir hönd Hildar Haraldsdóttur eftir leyfi til að byggja á lóð L 198419 sem er að fullu í eigu hennar, allt að 65 fm hús sem standa á vestast og nánast nyrst á þeirri lóð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
6. Ásar - umsókn um byggingarreit við íbúðarhús - 2306004
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jónasi Vigfússyni f.h. Árna Sigurðssonar á Ásum L. 186718 um nýjan byggingarreit fyrir sólstofu, gróðurhús og hugsanlegt gestahús, neðan við núverandi byggingarreit íbúðarhúsins á Ásum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
7. Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni - 2211015
Nefndin heldur áfram umfjöllun sinni um erindið frá Herði Snorrasyni fyrir hönd Heimavallar ehf. vegna framkvæmdaleyfis til endurbóta á landbúnaðarlandi og stækkun túna.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30