Skipulagsnefnd

389. fundur 24. apríl 2023 kl. 08:00 - 09:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir formaður
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá:

1. Brúnir lóð - Brúnir - beiðni um breytt staðfang - 2304016
Einar Gíslason og Hugrún Hjörleifsdóttir óska eftir því að sveitarstjórn samþykki að stafangi lóðarinnar Brúnir lóð (landeignarnr. L176493) verði breytt í "Brúnir".
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

2. Eyrarland - Deiliskipulag - 2109031
Fyrir fundinum liggur erindi frá Skipulagsstofnun vegna yfirferðar stofnunarinnar á aðal- og deiliskipulagi vegna íbúðarbyggðar á svæði ÍB14 í landi Eyrarlands.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texta aðalskipulagstillögu fyrir ÍB14 í landi Eyrarlands, sem nú er í yfirferð hjá Skipulagsstofnun, verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir 16 húsum á íbúðarsvæðinu.

3. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Fyrir fundinum liggur erindi frá Skipulagsstofnun vegna yfirferðar stofnunarinnar á aðal- og deiliskipulagi vegna frístundasvæðis í landi Samkomugerðis.
Gefur ekki tilefni til bókunar.

4. Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - umsókn um stofnun lóðarinnar Hótel Gjá - 2304024
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi sem fyrir hönd N10b ehf. sækir um samþykki sveitarstjórnar vegna skráningar lóðar undir fyrirhugað hótel neðst í landi Syðri- og Ytri-Varðgjár. Erindinu fylgir lóðarblað unnið af Ómari dags. 18. apríl 2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

5. Skógarböð - umsókn um stækkun lóðar - 2304025
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi sem fyrir hönd N10b ehf. sækir um samþykki sveitarstjórnar vegna stækkunar lóðar Skógarbaðanna. Erindinu fylgir lóðarblað unnið af Ómari dags. 18. apríl 2023.
Skipulagsnefnd bendir á að í gildi sé deiliskipulag fyrir svæðið sem skilgreinir lóð Skógarböðin og að stækkun lóðarinnar er ekki í samræmi við það. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

6. Kotra 17 - umsókn um stækkun byggingarreits - 2304026
Fyrir fundinum liggur erindi frá Haraldi Árnasyni sem fyrir hönd lóðarhafa Kotru 17 fer fram á að deiliskipulagi Kotru verði breytt til samræmis við frávik frá samþykktum teikningum sem orðið hafa í framkvæmdinni.
Skipulagsnefnd átelur að framkvæmdaraðili skuli ekki hafa fylgt samþykktum uppdráttum við framkvæmdina. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hugur nágranna til deiliskipulagsbreytingar verði kannaður með grenndarkynningu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. Eyrarland - ósk um leyfi til efnistöku úr Eyjafjarðará, vestan Fosslands - 2303031
Skipulagsnefnd fjallar um umsókn Einars Grétars Jóhannssonar um leyfi til 5.000 rúmmetra efnistöku úr Eyjafjarðará. Fjallað var um málið á 387. fundi nefndarinnar en sveitarstjórn staðfesti ekki afgreiðsluna heldur vísaði málinu til frekari umfjöllunar í nefndinni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað sé eftir umsögn Umhverfisstofnunar um það hvort fyrirhugað framkvæmdasvæði skarist við náttúruverndarsvæði og bendir ennfremur á að framkvæmdin er háð leyfi Vegagerðarinnar og Fiskistofu.

8. Eyjafjarðará - aukning á rennsli austurkvíslar - 2304027
Skipulagsnefnd fjallar um aukningu á rennsli í austurkvísl Eyjafjarðarár.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði eftir umsögn Umhverfisstofnunar um möguleg áhrif framkvæmda til að auka rennsli í eystri kvísl Eyjafjarðarár.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

Getum við bætt efni síðunnar?