Skipulagsnefnd

387. fundur 27. mars 2023 kl. 08:00 - 09:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir formaður
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1. Rammahluti aðalskipulags - 2211014
Á 379. fundi skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar þann 28. nóvember 2022 var rætt um mótun skipulagsstefnu fyrir byggðina nyrst í Kaupangssveit.
Í framhaldinu var fundað með sveitarstjórnar Svalbarðsstrandahrepps þann 6. febrúar sl. Ákváðu sveitarfélögin að fara í samstarf og vinna rammahluta aðalskipulags fyrir syðri hluta Svalbarðstrandahrepps og nyrsta hluta Kaupangsveitar. Skipaður var 4 manna vinnuhópur, tveir frá hvoru sveitarfélagi ásamt skipulagsfulltrúa og starfsmanni Landlags sem munu halda utan um vinnuna.
Fyrir fundinum liggja drög að skipulagslýsing fyrir Rammahluta aðalskipulags, en það er sennilega nýmæli að rammahluti nái yfir samliggjandi svæði tveggja sveitarfélaga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsing rammahluta aðalskipulags, Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sé vísað í kynningarferli.

2. Ytri-Varðgjá - beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við strandlengjuna - 2302021
Skipulagsnefnd heldur áfram umfjöllun sinni, að fenginni umsögn frá Umhverfisstofnun, um ósk um framkvæmdarleyfi frá Ingvari Ívarssyni Landslagi fyrir hönd N10b ehf. eiganda Ytri-Varðgjá fyrir stíg við strandlengjuna í landi Ytri-Varðgjá.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda sé áfram gert ráð fyrir áframhaldandi göngu og hjólastíg til norðurs vestan bílastæðis eins og fram kemur á gildandi deiliskipulagi.

3. Sigtún - umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús - 2303019
Fyrir fundinum liggur erindi frá Steinari Hauki Kristbjörnssyni fyrir hönd eigenda Sigtún L. 152764 þar sem óskað er eftir stofnun lóðar við eldra íbúðarhúsið að Sigtúnum. Með erindinu fylgir uppdráttu frá Jónasi Vigfússyni sem sýnir afmörkun lóðarinnar.
Hákon Harðarson vék af fundi.
Erindinu er frestað.

4. Tillögur að götuheitum í Hrafnagilshverfi - 2303001
Þann 27. febrúar sl. kallaði Eyjafjarðarsveit eftir tillögum að nýju götuheitum fyrir tvær nýjar götur í Hrafnagilshverfi.
Í nýju deiliskipulagi eru göturnar kallaðar „Gata D“, sem tengir Eyjafjarðarbraut vestri við hverfið og „Gata E“ sem er sunnan við Skólatröð.
Þó nokkrar tillögur bárust og tekur nefndin þær til umfjöllunar.
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi.
Skipulagsnefnd fagnar fjölda og fjölbreytileika innsendra tillagna.
Skipulagsnenfdn fjallar um innsendar tillögur að nýjum götuheitum fyrir tvær götur í Hrafnagilshverfi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að nefna götu E Hólmatröð og að gata D verði nefnd Hrafnatröð.

5. Espihóll - umsókn um stofnun landeignarinnar Espilaut - 2303024
Fyrir fundinum liggur erindi frá eigendum Espihóls L.152587 þar sem óskað er eftir stofnun lóðar fyrir fyrirhugað íbúðarhús. Óskað er eftir því að lóðin fá heitið Espilaut. Með erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandinu sem sýnir afmörkun lóðarinnar.
Benjamín Davíðsson vék af fundi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda sé kvöðum um aðkomu og veitur þinglýst á umlykjandi land.

6. Hríshóll - ósk um byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi fjós - 2303029
Fyrir fundinum liggur erindi frá Guðmundi Óskarssyni eiganda Hríshólsbúsins ehf. þar sem sótt er um byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi fjós á Hríshóli L. 152656. Fyrirhugað er að byggja við fjósið 1200-1400 fm með haugkjallara.
Með erindinu fylgir uppdráttu frá Búgarði sem sýnir afmörkun byggingarreitsins.
Guðmundur Óskarson vék af fundi.
Skipulagsnefnd tekur vel í fyrirhugaðar framkvæmdir og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þær.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15

Getum við bætt efni síðunnar?