Dagskrá:
1. Eyrarland - Deiliskipulag - 2109031
Nefndin heldur áfram umfjöllun um aðal- og deiliskipulagstillögur fyrir íbúðarsvæði ÍB14 í landi Eyrarlands sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar, en auglýsingartímabili tillaganna lauk 6. janúar sl. Fjögur erindi bárust á auglýsingartímabilinu og fjallar nefndin um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.
1. erindi, sendandi Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra
Athugasemd a) Minnt er á að samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp skal leiða ofanvatn í
aðskildu kerfi til viðtaka sé þess kostur.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að viðeigandi ákvæði um
meðferð ofanvatns skuli bætt við deiliskipulagsgögnin.
2. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við útfærslu vegtengingar íbúðarsvæðisins við
Veigastaðaveg með vísan til veghönnunarreglna Vegagerðarinnar og leggur til að vegtenginin verði
sameinuð vegtengingu að Kotru 25 eða að vegtengingin verði flutt sunnar en gert er ráð fyrir í
auglýstri skipulagstillögu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landeiganda verði gert að
uppfæra vegtengingu í samræmi við fram komna athugasemd.
Athugasemd b) Sendandi minnir á að samkvæmt skipulagsreglugerð skuli ný íbúðarhús vera a.m.k.
100 m frá Veigastaðavegi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að auglýst deiliskipulagstillaga samræmist
byggðarmynstri svæðisins varðandi fjarlægð frá Veigastaðavegi og telur ekki að athugasemdin gefi
tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa
sé falið að afla undanþágu ráðherra frá fjarlægðarkröfu í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð.
Athugasemd c) Sendandi minnir á að skv. lögum nr. 80/2007 skuli sækja um leyfi til Vegagerðarinnar
vegna allra framkvæmda innan veghelgunarsvæðis.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
3. erindi, sendandi Minjastofnun.
Athugasemd a) Sendandi minnir á ákvæði laga um menningarminjar nr. 80/2012 er varða áður
ókunnar minjar sem finnast við framkvæmdir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
4. erindi, sendandi Norðurorka.
Athugasemd a) Stofnlögn hitaveitu liggur í vesturhluta skipulagssvæðisins og taka þarf fullt tillit til
hennar. Einnig þarf að skipuleggja aðkomu að hverfinu og húsum þannig að lögnin lendi sem minnst
undir þeim mannvirkjum og sé varin með ídráttarröri þar sem hún lendir undir vegum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ákvæði um ídráttarrör þar
sem hitaveitulögn lendi undir vegum sé bætt við greinargerð deiliskipulags.
Athugasemd b) Sendandi bendir á að dæla þurfi heitu vatni upp í efri hluta hverfisins og gera þurfi
ráð fyrir dælustöð innan svæðisins vegna þess.
Afgreiðsla skipualgsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð sé grein fyrir
staðsetningu dælustöðvar í skipulagsgögnum.
Athugasemd c) Sendandi bendir á að tryggja þurfi stofnlögn vatnsveitu og öðrum lögnum Norðurorku
sinn stað innan skipulagssvæðisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að viðeigandi grein verði gerð
fyrir núverandi og fyrirhuguðum lögnum Norðurorku í skipulagsgögnunum.
Athugasemd d) Sendandi áréttar að ef færa þarf veitulagnir vegna úthlutunar nýrra lóða til
húsbygginga fellur sá kostnaður á þann er óskar breytinga.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstum skipulagstillögum verði breytt eins og fram
kemur í afgreiðslu á athugasemdum 1a, 2a, 4a, 4b og 4c og að svo breyttar aðal- og
deiliskipulagstillögur verði samþykktar skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010. Að svo búnu leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að
fullnusta gildistöku skipulaganna.
2. Eyrarland - Umsókn um framkvæmdaleyfi skv. deiliskipulagi - 2301019
Fyrir fundinum liggur umsókn frá Einar Grétar Jóhannsson um framkvæmdarleyfi fyrir vegagerð og frárennslis lagnir samkvæmt nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Eyrarlandi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfið verði samþykkt, enda liggi fyrir samþykki sveitarstjórnar á nýju deiliskipulagi Eyrarlands.
3. Grísará - umsókn um skráningu landeignar undir vegsvæði - 2301028
Fyrir fundinum liggur erindi frá B. Hreiðarsson ehf. þar sem óskað er eftir skráningu landeignar undir vegsvæða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
4. Brúnir - Brúnaholt - beiðni um breytt staðfang - 2302007
Fyrir fundinum liggur beiðni frá eigendum landsins á Brúnum að breyta nafninu á landinu í Brúnaholt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
5. Hrafnagil - umsókn um stofnun lóðar - 2302009
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir samþykki að liggjandi landeigenda um landamerkin.
6. Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða - 2301017
Frestað. Skipulagnefnd telur vankvæðum bundið að fjölga bílastæðum við tiltekin raðhús og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn skipulagshönnuðar Hrafnagilshverfisins.
7. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og landmótunar við Reyká á Hrafnagili - 2302011
Fyrir fundinum liggur erindi frá Eyjafjarðarsveit þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi vegna gatnagerðar og landmótunar við Reyká á Hrafnagili.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórna að erindið verði samþykkt.
8. Leifsstaðabrúnir 10 - 2301027
Skipulagsnefnd er að marka heildstæða stefnu um landnotkunar í norðurhluta Kaupangsveitar og erindu er vísað til þeirrar vinnu. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
9. Kaupangur - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi bragga - 2302001
Sigríður Kristjánsdóttir víkur af fundi.
Skipulagsnefnd frestar umfjöllun um erindið.
10. Finnastaðaá - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku 2023 - 2302010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Teigi ehf. þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi til efnistöku við Finnastaðaá.
Skipulagsnefnd frestar umfjöllun um erindið og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir umsögn frá Vegagerðinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50