Dagskrá:
1. Beiðni um umsögn á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - Krossaneshagi - 1908015
Breyting á aðalskipulagi Akureyrarbæjar lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd gerir enga athugasemd við breytingartillögunar.
2. RARIK - Strengvæðing í Eyjafjarðarsveit - 1908022
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar strenglagnir og lýsir ánægju með að flest allir íbúar Eyjafjarðarsveitar hafi möguleika á að tengjast þriggja fasa rafmagn í fyrirsjáanlegri framtíð.
3. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 - 1909004
Afgreiðslu erindis frestað.
4. Hólsgerði og Úlfá - Ósk um breytingu á aðalskipulagi - 1909001
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltúra að útbúa skipulagslýsingu.
5. Teigur ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar - 1908025
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
6. Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II - 1901023
Skipulagsnefnd leggur eftirfarandi afgreiðslu til við sveitarstjórn:
Vísað er til númera í innsendu erindi.
1. Ekki verði fallist á umbeðna undanþágu frá gildandi fjarlægðarmörkum þar sem ekki er sami landnýtingarflokkur á aðliggjandi landi.
2. Fallist verði á undanþágu um fjarlægðarmörk með fyrirvara um samþykki landeigenda á aðlyggjandi landi.
3. Ekki verði fallist á umbeðna undanþágu frá gildandi fjarlægðarmörkum, skipulagsnefnd fellst ekki á túlkun umsækjanda varðandi fjarlægðarmörk í aðalskipulagi.
7. Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps - 1901018
Erindinu frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00