Skipulagsnefnd

22. fundur 11. desember 2006 kl. 21:12 - 21:12 Eldri-fundur

22. fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi 8. apríl 2003, kl. 17.00.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson , Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.


Eftirfarandi mál voru tekin til afgreiðslu skv. útsendri dagskrá:

 

1. Erindi Harðar Snorrasonar, dags. 24. mars 2003
í erindinu er bent á að í umsögn Vegagerðarinnar um tengingu fyrirhugaðs skipulagssvæðis í landi Kropps (ölduhverfis) við þjóðveg 821 leggi hún áherslu á að tengingin verði um Asköldu og sameinist tengingum við Jólagarðinn og Grísará II. þar sem bréfritari telur sig ekki hafa heimild til að láta hanna vegtenginguna með þeim hætti vegna þess að um einkaframkvæmd sé að ræða og landið, sem tengingin fer um, í eigu þriðja aðila, fer hann þess á leit við sveitarstjórn að hún afli formlegs samþykkis viðkomandi lóðaeigenda fyrir umræddri tengingu með þeim hætti, sem Vegagerðin mælir með. Skipulagsnefnd leggur til að komið verði til móts við óskir bréfritara. .

 

2. Erindi Bergsteins Gíslasonar, dags. 13. feb. 2003
Bréfritari leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir 49 íbúða heilsársbyggð í landi sínu að Leifsstöðum. Breyting frá gildandi skipulagi er þessi:

a.
hætt er við frístundahúsabyggð austan Leifsstaðavegar og norðan íbúðarhúsa-byggðar fyrir 4 - 6 einbýlishús vestan ferðaþjónustulóðar Leifstaða sbr. breytingu á aðalskipulagi frá 29. ág. 2000. þessi stað verði á svæðinu hverfi 42 lóða fyrir íbúðarhús.

b.
neðan Leifsstaðabrúna verði gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir íbúðarhús meðfram gamla þjóðveginum. í Leifsstaðabrúnum er annars í gildi deiliskipulag fyrir frístundabyggð.

Skipulagsnefnd leggur til að í þeirri endurskoðun sem nú fer fram á aðalskipulagi sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir íbúðarbyggð sbr. a lið en tillaga að íbúðarbyggð neðan Leifsstaðabrúna sbr. b lið þarfnast frekari athugunar.

 

3. Frumdrög að endurskoðuðu deiliskipulagi í Reykárhverfi
Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir blandaðri byggð einbýlis- par- og raðhúsa á skipulagsreit vestan og norðan Laugarborgar, samtals 21 íbúð. Fyrirliggjandi breytingartillaga gerir nú ráð fyrir eftirfarandi skipulagi:

·22 lóðum fyrir einbýlishús á örlítið stækkuðum skipulagsreit vestan og norðan Laugarborgar.
·Tveimur fjölbýlishúsum með samtals 8 íbúðum á nýjum skipulagsreit milli Laugarborgar og leikskólans Krummakots.
·Einu fjölbýlishúsi með fjórum íbúðum á nýrri lóða sunnan og vestan Laugar-borgar en norðan Reykár.
·Nýju hverfi með 8 lóðum fyrir einbýlishús norðan núverandi Reykárhverfis en sunnan og vestan Reykár í og við svonefndan "Ungmennafélagsreit."

Skipulagsnefnd telur þessar tillögur mun aðgengilegri en gildandi skipulag þótt ljóst sé að sá kostnaður, sem þegar hefur verið lagt í vegna hönnunar á götum og lagnakerfi nýtist ekki ef umræddar tillögur ná fram að ganga. Gatnakerfið lengist nokkuð en sú lengin er væntanlega í einhverjum tilvikum ódýr þar sem ekki þarf mikla undirbyggingu umfram það sem landið býðir t. d. á tengileiðinni frá hringtorgi á þjóðveginum og suður fyrir Laugarborg. Auk þess fjölgar íbúðum úr 21 í 42. Nefndin telur þó að fjöldann beri að endurskoða m. a. með það í huga að bjóða fleiri valkosti í lóðarstærðum. í því samhengi bendir hún á að fækka mætti lóðun og stækka í hverfinu sunnan Reykárinnar t. d. að þar yrðu 5 - 6 lóðir í stað 8 eins og sýnt er á tillögunni. þá telur hún að stækka eigi þrjár syðstu lóðirnar vestan Laugarborgar til vesturs þannig að lóðarmörk séu við mörk skipulagsreitsins. Að öðru leyti telur nefndin að fela beri hönnuðum að fullvinna tillöguna óbreytta.

 

4. Sumarhús í landi Sámsstaða
Umsókn um byggingu sumarhúss í landi Sámsstaða hefur verið afgreidd á grundvelli innsendra gagna og með samþykki Skipulagsstofnunar og staðfestir nefndin þá afgreiðslu.

 

5. Stefnumótun í skipulagsmálum
Nefndin leggur til að stefnuskjalið verði samþykkt óbreytt.

 

6. Sameiginleg stefnumótun í skipulags- og umhverfismálum.

Frá umhverfisnefnd voru mættar Guðbjörg Grétarsdóttir, Matthildur Bjarnadóttir og Matthildur Hauksdóttir. Fyrir hönd nefndarinnar vildu þær leggja áherslu á samstarf og gott upplýsingaflæði milli nefndanna þar sem verkefni þeirra skarst vissulega í ýmsum efnum. Samþykkt að fulltrúar í umhverfisnefnd fái sendar fundagerðir skipulagsnefndar. þá áttu fulltrúar nefndanna ánægjulegt spjall yfir kaffibolla um Stefnuskjal Eyjafjarðarsvietar 2003-2023. Skjalið er samþykkt í heild sinni en fram kom að rétt væri að staðfestri umhverfisstefnu yrðu gerð meiri skil í skjalinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.

Getum við bætt efni síðunnar?