Fundur í Óshólmanefnd haldinn í fundarstofu Eyjafjarðarsveitar, þann 2, nóv. 2017 kl. 17:00.
Þessir sátu fundinn:
Emilía Baldursdóttir (Eyfsv), formaður, Valdimar Gunnarsson (Eyfsv), Ólafur Kjartansson (Ak) og Ólafur R. Ólafsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.
Aðrir höfðu boðað forföll.
Fyrir fundinum lágu eftirtalin erindi sem voru tekin til umfjöllunar:
1. Nánari umræða um erindi Heimavallar eftir vettvangsferð 21. okt.
Eftir vettvangsferðina ítrekar Óshólmanefnd bókun sína frá 19. okt. um að gerð verði fuglatalning á hverfisverndarsvæðinu vor/sumar 2018. Einnig telur nefndin nauðsynlegt að Akureyrarbær, Isavia og Eyjafjarðarsveit, í samráði við landeigendur, geri fyrir 15. apr 2018 ráðstafanir til þess að fyrri vatnsstaða náist á Kjarna- og Hvammsflæðum. Bent skal á að vatnsvegum á svæðinu hefur verið breytt, bæði með dýpkun og ræsagerð.
Óshólmanefndin leggur til að erindi Heimavallar verði frestað um sinn en tekið til afgreiðslu þegar niðurstöður liggja fyrir varðandi ofangreind atriði. Þá verður metið hvort Óshólmanefnd telur unnt að koma til móts við óskir Heimavallar án þess að ganga gegn markmiðum hverfisverndarinnar.
2. Erindi frá EB varðandi merkingar um Hverfisverndarsvæðið við Eyjafjarðarbraut eystri
Óshólmanefnd beinir því til sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar að við austurenda gamla hólmavegarins (þverbrautarinnar), við reiðveg norðan Þórustaða og suðurmörk hverfisverndarsvæðisins á bökkum árinnar verði sett upp skilti þar sem fram komi að á hverfisverndarsvæðinu er bannað að vera með hunda og einnig takmörkuð umferð vélknúinna ökutækja.
3. Erindi frá EB varðandi Kaupangsbakka og hestamannafélagið Létti
Óshólmanefndin óskar eftir því að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ræði við forsvarsmenn hestamannafélagsins Léttis um nýtingu þess á Kaupangsbakka varðandi skipulagsmál og hverfisverndina.
4. Erindi frá ÓK um austustu kvísl Eyjafjarðarár
Rætt var um hvort og hvernig mætti bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á farvegum Eyjafjarðarár, m.a. vegna verklegra framkvæmda á svæðinu. Nauðsynlegt er að meta þær breytingar sem orðið hafa og hvort einhver viðbrögð við þeim myndu hafa í för með sér fleiri kosti en galla.
Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.