Öldungaráð

1. fundur 23. október 2024 kl. 11:00 - 12:30 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Helga Sigfúsdóttir
  • Hulda Magnea Jónsdóttir
  • Bergljót Sigurðardóttir
  • Jóhannes Geir Sigurgeirsson
  • Kristín Helga Jónasdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Almenn mál
1. 2202017 - Erindisbréf öldungaráðs
Farið verður yfir erindisbréf öldungaráðs.
 
Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri fór yfir erindisbréf öldungaráðs.
 
2. 2410012 - Hlutverk og verkefni öldungaráðs
Sigríður Stefánsdóttir fyrrum starfsmaður öldungaráðs Akureyrarbæjar og fyrrum varaformaður öldungaráðs Akureyrar ræðir við fundarmenn um hlutverk og verkefni öldungaráðs.
 
Sigríður Stefánsdóttir hóf kynningu sína á að óska nýskipuðu öldungaráði velfernaðar í störfum sínum. Sigríður kynnti hlutverk, störf og verkefni öldungaráða um land allt og lagði áherslu á virkt samráð um málefni eldra fólks.
Öldungaráð þakkar Sigríði fyrir góða kynningu.
 
3. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Vísað frá 641. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar:
 
Sveitarstjórn skipar Berglindi Kristinsdóttur sem formann öldungaráðs. Frestað er skipan varaformanns og kallað er eftir tilnefningu úr röðum félags eldri borgara í öldungaráð.
 
Vísað frá 641. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar:
Sveitarstjórn skipar Berglindi Kristinsdóttur sem formann öldungaráðs. Frestað er skipan varaformanns og kallað er eftir tilnefningu úr röðum félags eldri borgara í öldungaráð.
 
4. 2407008 - Póstbox í Hrafnagilshverfi
Finnur Yngvi sveitarstjóri sagði frá fyriráætlunum Íslandspóst um að setja upp póstbox í Hrafnagilshverfi.
 
5. 2410018 - Önnur mál öldungaráðs
Tækifæri til að ræða almennt um málefni eldri borgara í Eyjafjarðarsveit og óska eftir erindum fyrir næsta fund öldungaráðs.
 
Næsti fundur öldungaráðs verður 7. nóvember kl. 11:00.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30
 
Getum við bætt efni síðunnar?