Framkvæmdaráð

146. fundur 16. maí 2024 kl. 10:00 - 12:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Davíð Ragnar Ágústsson forstöðumaður eignasjóðs
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
 
Dagskrá:
 
1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Brynjólfur Árnason byggingastjóri sat fund undir þessum lið.
Framkvæmdaráð fer yfir fyrirhugað útboð á byggingu ofan á Hrafnagilsskóla sem hýsa mun meðal annars starfmannarými, tónmennt og líkamsrækt auk þeirra breytinga sem farið verður í á núverandi húsnæði.
Verkefnið verður boðið út haustið 2024 og leggur framkvæmdaráð áherslu á að útboðsgögn verði tilbúin í upphafi ágúst.
 
2. Hrafnagilsskóli - 2. áfangi, viðbygging - leikskóli - 2307007
Brynjólfur Árnason byggingastjóri sat fund undir þessum lið. Farið var yfir framgang verkefnis og helstu áskoranir.
Framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í renniglugga á útirýmum og að gólfflötur verði útfærður í samræmi við notkun rýmisins.
 
3. Leiguíbúðir - 2405013
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að fasteignasali sé fenginn til að skoða sölu á Skólatröð 13.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að íbúðir sem losna til leigu séu auglýstar til útleigu áður en þeim er úthlutað til nýrra leigjenda og að íbúðir að Skólatröð 2, 4 og 6 séu ávalt auglýstar sérstaklega til leigu fyrir eldri borgara þegar þær losna.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00
 
Getum við bætt efni síðunnar?