Framkvæmdaráð

145. fundur 15. apríl 2024 kl. 10:00 - 12:10 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Dagskrá:
 
1. Leiga á Dalborg - 2404005
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
 
2. Framkvæmdir ársins 2024 - 2311014
Framkvæmdaráð fer yfir stöðu framkvæmda.
Lokið er við endurbætur á íbúð á efstu hæð í Skólatröð 11 og íbúð í Laugarborg.
Ákveðið er að fara í framkvæmdir við íbúð 4 við Skólatröð þar sem skipt verður um parket og málað, áætlaður kostnaður 2 milljónir króna. Þá verður haldið áfram með aðrar framkvæmdir sem á áætluninni eru.
 
3. Hrafnagilsskóli - 2. áfangi, viðbygging - leikskóli - 2307007
Framkvæmdaráð óskar eftir við sveitarstjóra að uppfæra tímaáætlun- og kostnaðaráætlun við næstu áfanga í ofanábyggingu Hrafnagilsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tekið sé mið af því að framkvæmdir hefjist vorið 2025.
 
4. Sala fasteigna - Laugalandsskóli - 2404015
Framkvæmdaráð ræðir næstu skref varðandi undirbúning á sölu á Laugalandsskóla.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra sé falið að leita til fasteignasala varðandi mögulega sölu á Laugalandsskóla. Jafnframt verði sveitarstjóra falið að halda upplýstum þeim aðilum sem hafa aðstöðu í húsinu.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:10
Getum við bætt efni síðunnar?