Framkvæmdaráð

143. fundur 30. nóvember 2023 kl. 10:00 - 12:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Davíð Ragnar Ágústsson forstöðumaður eignasjóðs
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Dagskrá:
 
1. Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2024 - 2311003
Framkvæmdaráð hóf fund með vettvangsferð til að skoða nýja aðstöðu viðbyggingar við leikskólann Krummakot, íbúð að Skólatröð 6 og aðstöðu frístundar.
 
Framkvæmdaráð tók því næst til umræðu fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026.
 
Framkvæmdaráð leggur til að við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir um 2 milljörðum krónur í framkvæmdir og viðhald á áætlunartímabilinu.
 
Stærstu kostnaðarliðir á tímabilinu tengjast nýframkvæmdum viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Áhersla verður þar lögð á að klára leikskólabygginguna og umhverfi hennar en lagt er til að í beinu framhaldi verði haldið áfram með uppbyggingu mannvirkisins til samræmis við hönnun og fram lagða framkvæmdaáætlun.
 
Aðrir liðir gera ráð fyrir fjármagni í gatnagerð Hrafnagilshverfis, hjóla- og göngustíg við Leiruveg, uppbyggingu á nýju gámasvæði, endurnýjun á fráveitu fyrir suðurhluta Hrafnagilshverfis og áframhaldandi fjárfestingum og viðhaldi á íþróttamannvirkjum.
 
2. Framkvæmdir ársins 2024 - 2311014
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að framkvæmt verði fyrir alls 816.710.000.- á árinu 2024.
 
Tillaga framkvæmdaráðs tekur til eftirfarandi framkvæmda og markaðs viðhalds:
 
Tjaldsvæði:
Áfarm verði unnið að stöðugum endirbótum aðstöðunnar.
 
Íþróttasvæði:
Ný fótboltamörk á grasvölll.
Áframhaldandi uppbygging íþróttamannvirkja í samstarfi við UMF Samherja í samræmi við samning þess efnis.
 
Nýbygging leikskóla/viðbygging við Hrafnagilsskóla:
Framhald byggingaframkvæmda auk lóðar.
 
Íþróttamiðstöð:
Öryggismyndavélar í sundlaug og á opnum svæðum kringum íþróttamiðstöð, skóla og skrifstofur.
Uppskipti á íþróttasal með tjaldi og frágangur því tengdu.
 
Tónlistaskóli:
Endurnýjun ljósbúnaðar á göngum.
 
Laugaland:
Gólfefni á eldhúsi og viðhald á baðherbergjum.
 
Laugarborg:
Viðhald í íbúð, endurnýjun á salerni félagsheimilis og bætt aðgengi að félagshemili.
 
Opin svæði:
Áframhaldandi uppbygging í Aldísarlundi.
Bætt aðgengi og lýsing á listaverkinu Eddu.
 
Gatnagerð:
Viðhaldsframkvæmdir.
Hjóla- og göngustígur.
Gatnagerð í Hrafnagilshverfi.
Miðsvæði Bakkatraðar lokafrágangur.
Opið svæði meðfram nýrri Eyjafjarðarbraut Vestri.
 
Gámasvæði:
Jarðvinna og undirbúningur nýs gámasvæðis á Bakkaflöt.
Öryggismyndavélar.
 
Veitur:
Fráveitustöð og lagnir við Hólmatröð.
 
Leiguíbúðir:
Viðhald á Skólatröð 6 og Skólatröð 7.
Viðhald á Skólatröð 13.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45
Getum við bætt efni síðunnar?