Dagskrá:
1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Brynjólfur Árnason byggingarstjóri mætti til fundar framkvæmdaráðs og fór yfir stöðu verkefnisins.
Fram kom að staða verkefnis er í dag ágæt og er unnið í framkvæmdum við innfyllingu nýs bókasafns og stækkun á forstofu. Þá er unnið í tæknirými kjallara.
Farið var yfir hönnun á bílastæði við nýjan leikskóla og legu vegar vestan hans. Framkvæmdaráð óskar eftir að hleðslustæði séu staðsett í norðvestur horni bílastæða.
Byggingarstjóri gerði grein fyrir spurningum sem vaknað hafa í ferlinu og hvernig unnið hefur verið úr þeim í samráði við arkitekta, hönnuði og verktaka.
2. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012
Umræðu frestað.
3. Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2024 - 2311003
Framkvæmdaráð fer yfir lista forstöðumanna varðandi viðhald og fjárfestignar eigna. Áframhaldandi umræðum frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30