Framkvæmdaráð

136. fundur 19. júní 2023 kl. 08:15 - 09:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Dagskrá:
 
1. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla - 2212004
Á fundinn mættu Ragnar Bjarnason, verkfræðingur, Brynjólfur Árnason, byggingafræðingur og Ólafur Rúnar Ólafsson, lögmaður.
 
Farið var yfir tilboð sem bárust í viðbygging Hrafnagilsskóla, en þau voru opnuð föstudaginn 16. júní kl. 10:00. Tvö tilboð bárust. Kostnaðaráætlun var 633 mkr. Tvö tilboð bárust. Tilboð ÁK smíði reyndist 109% af kostnaðaráætlun en tilboð B Hreiðarssonar var 107% af kostnaðaráætlun.
 
Framkvæmaráð þakkar bjóðendum fyrir vinnu við tilboðsgerð.
 
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ákveðið verði að veita lægstbjóðanda, B Hreiðarssonum verkið í samræmi við tilboð félagsins.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45
Getum við bætt efni síðunnar?