Framkvæmdaráð

134. fundur 30. maí 2023 kl. 08:30 - 11:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður Eignasjóðs
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Dagskrá:
 
1. Ósk um framkvæmd vegna aðsóknar á Krummakot - 2305012
Elmar fór yfir þá valkosti sem skoðaðir hafa verið til að fjölga rýmum á Krummakoti næsta haust. Til fundarins mættu Erna Káradóttir og Heiðdís Pétursdóttir frá Krummakoti. Afgreiðslu frestað og Elmar mun skoða leikskóla i Borgarnesi úr samskonar húseiningum.
 
2. Gatnagerð í Hrafnagilshverfi 2023 - 2304030
Lagt fram til kynningar.
 
3. UMF Samherjar - Útikörfuboltavöllur - 2106008
Til fundarins mættu Gunnbjörn Ketilsson, Sara María Davíðsdóttir og Svanhildur Ósk Ketilsdóttir. Farið var yfir stöðuna á framkvæmdum við körfuboltavöll. Það kom fram að búið er að jarðvegsskipta. Næstu skref eru saga upp malbik, koma jöfnunarlagi, snjóbræðslu og malbika.
Aðilar eru sammála um að stefna á að þessum verkþáttum verði lokið í júní.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20
Getum við bætt efni síðunnar?