Atvinnu- og umhverfisnefnd

12. fundur 21. maí 2024 kl. 17:00 - 18:58 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Kjartan Sigurðsson
  • Susanne Lintermann
  • Gunnar Smári Ármannsson
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Aðalsteinn Hallgrímsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
 
Dagskrá:
 
1. Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar - 2110036
Nefndin heldur áfram umræðum um endurskoðun á búfjársamþykkt sveitarfélagsins.
Nefndin samþykkir tillögu að nýrri búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
 
2. Þröm í Garðsárdal - 2404027
Sveitarstjórn lagði til að atvinnu- og umhverfisnefnd á 632.fundi sínum að nefndin skoði heildstætt nýtingu á landi í eigu sveitarfélagsins og fái til þess hagaðila.
Nefndin óskar eftir við sveitarstjóra að taka saman yfirlit yfir landeignir sveitarfélagsins.
 
3. Gunnbjörn Rúnar Ketilsson - Ósk um að Bakkatröð verði vistgata - 2405011
Ósk hefur borist frá íbúa um að Bakkatröð verði gerð að vistgötu og hraðinn þar tekinn niður í 15 kílómetra vegna fjölda barna í götunni.
Atvinnu- og umhverfisnefnd vísar erindinu til endurskoðunar á Umferðaröryggisáætlun sem fram fer haustið 2024. Nefndin leggur þó áherslu á að hraðamerkingar séu settar upp og farið sé í aðgerðir til að draga úr umferðarhraða með þrengingum þar sem við á.
 
4. Umferðaröryggisáætlun 2024 - 2405022
Gildandi umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar gerir ráð fyrir að hún sé endurskoðuð í upphafi hvers kjörtímabils. Þó er gert ráð fyrir að hún sé endurskoðuð á árinu 2024 vegna mikilla forsendubreytinga með tilkomu nýrrar legu á Eyjafjarðarbraut vestri og þéttari íbúðabyggð í Hrafnagilshverfi.
Lagt fram til kynningar og nefndarmenn hefja undirbúning á endurskoðun áætlunarinnar. Óskað er eftir við sveitarstjóra að kalla eftir uppfærðum tölulegum gögnum fyrir vinnuna.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:58
 
Getum við bætt efni síðunnar?