Dagskrá:
1. Gámasvæði - gjaldskrá - 2303021
Ný gjaldskrá afgreidd af nefndinni til sveitastjórnar og lagt til að gjaldtaka hefjist 1.júní næstkomandi. Lagt til að gjaldskrá sé send á sveitunga og kynningafundur haldinn miðvikudaginn 10.maí. Í kjölfar kynningafundar verði kynningarefni sent á sveitunga þar sem flokkun er vel kynnt.
2. Umhverfisverðlaun 2023 - 2304028
Nefndarmenn fara yfir fyrirkomulag varðandi veitingu umhverfisverðlauna Eyjafjarðarsveitar.
Nefndin stefnir á vettvangsferð um sveitina í sumar. Nefndin hvetur sveitunga til að koma með ábendingar um þau sem þeir telja eiga að hljóta umhverfisverðlaun 2023.
3. Stóri Plokkdagurinn 2023 - 2304029
Nefndin vill hvetja sveitunga til þess að taka þátt í stóra plokkdeginum sunnudaginn 30.apríl. Hægt verður að fá lánuð plokkprik í anddyri sundlaugarinnar á plokkdeginum, á meðan birgðir endast.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00