Rauða fjöðrin til styrktar Píeta samtökunum

Lionshreyfingin á Íslandi safnar fé á nokkurra ára fresti til góðra málefna undir merkinu „Rauða fjöðrin". Rauða fjöðrin 2025 er tileinkuð Píeta samtökunum og átakinu #segðuþaðupphátt, sem er vitundarvakning fyrir ungt fólk. Í september munu Píeta samtökin heimsækja framhaldsskóla landsins með fræðslu og forvarnir. Verkefninu er ætlað að opna á umræðuna um sjálfsvígshugsanir og geðheilbrigði hjá ungu fólki.

Lionsfélagar selja Rauðu fjöðrina dagana 3. – 6. apríl. Landsmenn eru hvattir til að styðja við þetta þarfa verkefni.

Við verðum í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar þessa daga en einnig er hægt að panta Rauða fjöður/fjaðrir á lionsklubburinnsif@gmail.com

Með fyrirfram þökkum fyrir stuðninginn, Lionsklúbbarnir Sif og Vitaðsgjafi.