Enn á ný opnum við dyrnar upp á gátt á sumardaginn fyrsta í Eyjafjarðarsveit og bjóðum vörur okkar og þjónustu. Við leggjum mikinn metnað í það sem við bjóðum upp á og fjölbreytnin er gríðarleg. Fagnið sumarkomunni; skellið ykkur á rúntinn í Eyjafjarðarsveit og kynnið ykkur málið. Við tökum vel á móti ykkur!
Hælið, Lamb inn, Holtsel, Brúnir, Ásar, Heiðuljós, Smámunasafnið, Sólarljós Siggu, Dyngjan listhús, Jólagarðurinn, Hestmannafélagið Funi og Skógarböðin taka þátt í ár og um að gera að fylgjast með á þeirra miðlum hvað boðið verður uppá!