Lionsklúbburinn Sif selur leiðisgreinar í desember, má bjóða þér?

Lionsklúbburinn Sif mun selja leiðisgreinar í desember.
Leiðisgrein kostar 3.000 kr. og allur ágóði rennur til góðgerðamála.

Við tökum á móti pöntunum til og með 18. desember hjá Kristínu í síma 846-2090 og á netfanginu lionsklubburinnsif@gmail.com 
Afhending greina er eftir samkomulagi.

Leiðisgreinarnar verða einnig til sölu í skötuveislu Lionsklúbbana Vitaðsgjafa og Sifjar í Hrafnagilsskóla á Þorláksmessu og hægt verður að sækja þangað áður pantaðar leiðisgreinar sé þess óskað. 

Gleðileg jól.