Langar þig að taka þátt í uppsetningu á leikverki með Freyvangsleikhúsinu?

Hvenær: föstudagskvöldið 20. september kl. 20
Hvar: Í Freyvangi
Hvað: annar samlestur á nýju jólaverki, Fjórtándi jólasveinninn eftir Ásgeir Ólafsson Lie í leikstjórn Jóhönnu S. Ingólfsdóttur.
Fyrir hverja: Hlutverk á sviði eru fyrir 12 ára og eldri, en það eru líka allskonar önnur verk utan sviðs, til þess að vera með.
Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur.