Kvikmyndin, Frú Elísabet, fjallar um frú Maríu Elísabetu Jónsóttur (1869-1945) frá Grenjaðarstað, organista, tónskáld og kórstjóra, sem var m.a. fyrst íslenskra kvenna til að fá birt eftir sig lag á prenti og útgefið sönglagahefti.
Athugið að allir viðburðir eru ókeypis og opnir öllum sem vilja.
Á sínum tíma var Elísabet menningarforkólfur á svæðinu öllu og færði tónlist og söng í líf sveitunga sinna á tímum þar sem ekkert útvarp var til. Hún var kvenréttindakona, organisti, tónskáld og prestfrú á Grenjaðarstað á árunum 1907-1931. Sjá nánar hér.
Dagskrárbækling yfir viðburði dagana 3.-8. febrúar á vegum Tónlistarskólans má nálgast hér.