Dagana 8.-13. maí verða vinnustofur á vegum verkefnisins Handmótuð áhrif – 1600 niðurfelld nauðgunarmál, í Deiglunni á Akureyri og Stafni Eyjafjarðarsveit.
Á tímabilinu 2000-2020 voru um 1600 nauðgunarkærur á landsvísu felldar niður, verkefnið felst í að myndgera hverja kæru með leirstyttu og sýna þannig umfang vandans sjónrænt. Sýning verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 25. nóvember 2021, við upphaf alþjóðlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið verkefnisins er að afhjúpa og gera sýnilegt það kerfislæga vandamál sem felst í því að nauðgunarmál eru ekki tekin nægilega alvarlega í réttarvörslukerfinu og þeim er ekki veittur sá framgangur sem nauðsynlegur er.
Hver vinnustofa er um 90 mín og þið eruð öll hjartanlega velkomin.
Best er að forskrá sig vegna fjöldatakmarkana á netfangið: 1600nidurfelld@gmail.com
Sjá nánar á facebook: Handmótuð áhrif - 1600 niðurfelld nauðgunarmál
Vinnustofurnar eru á eftirfarandi tímum:
Laugardag 8. maí kl. 14:00 að Stafni/Jódísarstöðum 4, E-sveit
Sunnudagur 9. maí kl. 11:00 að Stafni/Jódísarstöðum 4, E-sveit
Mánudagur 10. maí kl. 17:15 - Deiglunni
Þriðjudagur 11. maí kl. 12:00 og 17:15 - Deiglunni
Miðvikudagur 12. maí kl. 17:15 og 20:00 - Deiglunni
Fimmtudagur 13. maí kl. 12:00 og 17:15 - Deiglunni