Ferðanefnd FEBE auglýsir vorferð á sunnanverða Vestfirði, þar sem gist verður á Patreksfirði. Ferðin verður farin 27. - 30. maí og kostar 125 þúsund. Innifalið er gisting í tveggja manna herbergjum, rúta, fullt fæði og aðgangseyrir þar sem það á við.
Skráningu lýkur 25. mars og staðfestingargjald upp á 25 þúsund kr. þarf að greiða á sama tíma. Óski einhver eftir að vera í eins manns herbergi kostar það aukalega. Reikningsnúmer: 0370-26-042168, kennitala: 121152-5689.
Við skráningu taka Leifur í síma 8948677, Sveinbjörg í síma 8463222 og Páll í síma 6617627