Allra heilagra messa sunnudagskvöldið 3. nóvember

Allra heilagra messa í Möðruvallakirkju sunnudagskvöldið 3. nóvember kl. 20 ( ath. breytt staðsetning frá því sem áður hefur verið).

Kerti tendruð til að minnast látinna og þakklæti á sorgarstund ávarpað í predikun. Kirkjukór Grundarsóknar undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista leiðir safnaðarsöng. Meðhjálpari er Helga Berglind Hreinsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir. Verið velkomin!