Tónlistarskóli Eyjafjarðar auglýsir eftir tónlistarkennurum í eftirfarandi stöður

Fréttir

Tónlistar-/tónmenntakennari í 75-100% starfshlutfall.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar leitar að tónlistar-/tónmenntakennara til að kenna og móta fjölbreytta tónlistarkennslu við skólann. Sinna þarf fjölþættri kennslu, m.a. forskóla-/tónmenntakennslu í samvinnu við leik- og grunnskóla á starfssvæðinu sem er Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Fyrir hæfan og metnaðarfullan aðila eru möguleikar á að þróa og móta starfið en unnið hefur verið með ýmsa þætti eins og marimbukennslu, kórstarf, samsöng, rythmískt samspil o.fl. Hljóðfærakennsla getur verið hluti af starfinu ef umsækjandi óskar.

Píanókennari í 100% starfshlutfall. Leitað er eftir kennara sem sýnir frumkvæði, mætir nemendum á áhugasviði þeirra og nýtir sér fjölbreytta kennsluhætti. Kennsla fer fram í öllum útibúum skólans.

Tónlistarkennari í 75-100% starfshlutfall. Leitað er eftir kennara með breiðan bakgrunn sem gæti kennt fjölbreytta hljóðfærakennslu byrjenda, hópkennslu og fræðigreinar.

Yfirmenn eru skólastjóri og aðstoðarskólastjóri tónlistarskólans en í nánum samskiptum við aðra stjórnendur leik- og grunnskóla.

Umsækjandi hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum tónlistarkennara við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða, akstur greiddur samkvæmt samningi.
Góð samskiptahæfni er lykilatriði.

Höfuðstöðvar skólans eru á Hrafnagili innan við 10 mínútna akstur frá Akureyri.

Umsóknarfrestur er til 25. maí.
Upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri s.898-0525
Fyrirspurnir og umsóknir berist á netfangið te@krummi.is
Skólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.