Óskum eftir að ráða iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða 80% stöðu og ráðið er frá 1. ágúst 2021. Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 160 nemendur í skólanum. Uppeldisstefna Hrafnagilsskóla er Jákvæður agi og lögð er áhersla á teymisvinnu.
Starf iðjuþjálfa / þroskaþjálfa felst í því að auka færni nemenda við daglega iðju með markmiðssetningu, fjölbreyttum leiðum og lausnaleit í samstarfi við nemandann sjálfan, heimili og skóla. Hann sinnir íhlutun og eftirfylgd einstakra barna og veitir ráðgjöf til kennara, foreldra, forráðamanna og annarra fagaðila. Hann skipuleggur og annast einstaklingsmeðferð til að bæta aðlögun nemanda, starfshæfni og sjálfsbjargargetu. Iðjuþjálfi / þroskaþjálfi heldur utan um hreyfiþjálfun yngri barna og stjórnar skipulagi á tómstundahringekju sem er hluti af frístundarstarfi barna í 1. - 4. bekk.
Leitað er eftir starfsmanni sem:
● Hefur háskólamenntun í iðjuþjálfun, þroskaþjálfun eða annarri uppeldismenntun.
● Býr yfir frumkvæði, er lausnamiðaður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
● Hefur reynslu og þekkingu á einhverfu, ADHD og tilfinningavanda barna og ungmenna.
● Er fær og lipur í samskiptum og samvinnu við nemendur, foreldra og starfsfólk.
● Hefur sýnt árangur í starfi.
● Hefur metnað fyrir hönd skjólstæðinga sinna.
Umsóknarfrestur er til 28. maí 2021.
Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209 eða með netpósti á netföngin hrund@krummi.is og bjork@krummi.is.
Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is