Kirkjukór Laugalandsprestakalls heldur sumarmálatónleika sína í Laugarborg að kvöldi síðasta vetrardags, 22. apríl, kl.
20:30.
Á tónleikunum flytur kórinn úrval erlendra og innlendra laga, m.a. eftir Händel, Carl Orff, Gunnar Þórðarson, Gylfa Ægisson, Jóhann
Helgason og Trúbrot.
Einsöngur: Birgir H. Arason
Tvísöngur: María Gunnarsdóttir og Sigríður Hrefna Pálsdóttir
Saxófónleikarar: Deborah Robinson og Sigríður Hrefna Pálsdóttir
Stjórnandi og píanóleikari er Daníel Þorsteinsson.
Miðaverð kr. 2000, frítt fyrir börn. (ath. ekki posi á staðnum)
Kaffiveitingar í hléi.
Stjórnin