Bakverðir heimaþjónustunnar
Sveitarfélagið auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem gætu tekið að sér tilfallandi verkefni í heimaþjónustu í verktöku. Hefur verkefnið verið kallað bakverðir heimaþjónustunnar.
Almennt er um að ræða afleysingar þegar útlit er fyrir að mikilvæg þjónusta falli annars niður af óviðráðanlegum orsökum. Því miður þá hefur þessi staða skapast nokkrum sinnum og er brýnt fyrir sveitarfélagið að leita leiða til að geta betur brugðist við þegar svo gerist, sérstaklega þar sem þörfin er mest.
Frekari upplýsingar um verkefni heimaþjónustunnar veitir Sandra Einarsdóttir á sandra@esveit.is eða í síma 463-0600. Áhugasamir sendi erindi á sandra@esveit.is með tengiliðaupplýsingum.
03.03.2023
Fréttir