Fréttayfirlit

Matvælastofnun óskar eftir tilkynningum um villta dauða fugla

Nýlega upplýsti Matvælastofnun að í gildi séu hertar sóttvarnarreglur fyrir alifugla og aðra fugla í haldi vegna hættu á fuglaflensu sem gæti borist til landsins með komu farfugla nú í vor. Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Sjá nánar hér um Varnaraðgerðir gegn fuglaflensu.
05.04.2022
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 8. apríl. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 19. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00. Miðvikudagar frá 14.00-17.00. Fimmtudagar frá 14.00-18.00. Föstudagar frá 14.00-16.00 Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
04.04.2022
Fréttir

Innviðir á Norðurlandi – Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun

Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins funda í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl kl. 16-18. Á fundinum verður kastljósinu beint að helstu áskorunum í íbúðauppbyggingu og orkuöflun á Norðurlandi
04.04.2022
Fréttir

Tónlistarskóli Eyjafjarðar auglýsir eftir tónlistarkennurum

Tónlistarskóli Eyjafjarðar auglýsir eftir tónlistarkennurum
04.04.2022
Fréttir