Fréttayfirlit

Atvinna

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða konu til starfa í vaktavinnu. Um er að ræða afleysingu í eitt ár. Starfshlutfall er 100%, en einnig kemur til greina að ráða 2 í hlutastarf. Í starfinu felst m.a. sundlaugargæsla, afgreiðsla, þrif og baðvarsla. Starfsmenn íþróttamiðstöðvar sinna einnig verkefnum á tjaldsvæði á opnunartíma þess. Viðkomandi verður að vera orðinn 18 ára, hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða. Í starfi sundlaugarvarðar er nauðsynlegt að hafa athyglisgáfu í lagi, eiga auðvelt með að taka ákvarðanir og geta brugðist skjótt við ef slys ber að höndum. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, stundvísi og jákvæðni. Næsti yfirmaður er forstöðumaður íþróttamiðstöðvar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 3. janúar 2022. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is. Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefur Erna Lind í síma 895-9611.
07.12.2021
Fréttir

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2021

Öll berum við ábyrgð á ásýnd sveitarinnar og góðar fyrirmyndir skipta máli. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru veitt annað hvert ár fyrir íbúðarhús og nærumhverfi og fyrirtæki í rekstri. Við óskum íbúum Brúnahlíðarhverfisins og Sandhóla til hamingju með verðlaunin 2021. Brúnahlíðarhverfið samanstendur af 12 húsum við tvær götur. Það einkennist af fallegum og vel hirtum görðum með grjóthleðslum og fjölbreyttum gróðri. Almenn umgengni er frábær og fallegur heildarsvipur. Brúnahlíðarhverfið fær verðlaun sem ein heild. Sandhólar er kúabú rekið af Elísabetu Wendel og Jóhannesi Sigtryggssyni. Húsakosti á ýmsum aldri er vel við haldið. Gömul tæki eru gerð upp og höfð sýnileg. Falleg ásýnd að bænum og tækjum snyrtilega upp raðað. Almenn góð umgengni.
06.12.2021
Fréttir