Fréttayfirlit

Grunnskólakennari

Óskum eftir að ráða grunnskólakennara að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða umsjónarkennarastöðu á yngsta stigi. Ráðið er frá 1. ágúst 2014. Í Hrafnagilsskóla er stuðst við kennsluaðferðirnar Byrjendalæsi og Orð af orði á yngsta stigi.
05.05.2014

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2013 var tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 30. apríl

Rekstur Eyjafjarðarsveitar gekk vel á árinu 2013 og var rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði um 41,5 milljónir sem er um 5,3 % af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var afgangur af rekstri sveitarfélagsins um 31,5 milljónir eða 4,1 % af tekjum. Kennitölur úr rekstri sveitarfélagsins bera vott um mjög trausta stöðu. Veltufé frá rekstri er 64,2 milljónir sem eru um 8,3% af rekstrartekjum. Eigið fé nemur 636.4 milljónum og er eiginfjárhlutfall 66,4%. Skuldaviðmið er 41,4 % sem er langt innan þess 150 % hámarks sem kveðið er á um í lögum.
05.05.2014

Ákvörðun um skólaakstur og almenningssamgöngur

Á yfirstandandi skólaári hefur verið gerð tilraun með samþættingu skólaaksturs og almenningssamgangna í sveitarfélaginu. Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri var fengin til að framkvæma könnun meðal heimila í sveitarfélaginu. Á fundi sveitarstjórnar þann 30. apríl s.l. var fjallað um niðurstöður könnunarinnar.
02.05.2014