Atarna / Yonder, sýning Freyju Reynisdóttur

Freyja Reynisdóttir (1989) býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2014 og með meistaragráðu frá Listaháskóla Íslands, 2022.
 
Sýningin er opin frá 14 - 17 helgarnar 27. - 28. júlí og 3. - 4. ágúst. Einkasafnið stendur rétt fyrir ofan syðri afleggjara Kristnesvegar vegnúmer 822. Það er verkefni myndlistarmannsinns Aðalsteins Þórssonar. www.steini.art
 
Um Freyju Reynisdóttur: Rólegir pastelbleikir sem eru brotna upp af háværum bláum, gulum og rauðum litum, sett fram með hættinum „minna er meira“, gera list Freyju Reynisdóttur aðlaðandi um leið og hún er sjónrænt fullnægjandi. Allan listferil sinn, sem hófst með rannsókn á hlut-gerð ó-hlutanna og hefur einkenst af tilraunum ýmsa miðla, allt frá gjörninga verkum og myndbandsinnsetningum til fígúratífra sjálfsmynda.
Efnisval Freyju er einnig fjölbreytt þar sem hún hefur sýnt hversu óhrædd hún er við að kanna mismunandi byggingaraðferðir og samsetningar til að ná tilætlaðri niðurstöðu. Stál soðið saman- og glerborðið sem kynnt var á útskriftarsýningu hennar, SEARCHING bera vitni um það.
Fagurfræði verka Freyju segir þó aðeins hálfa söguna. Sýningar hennar eru ekki bara kynning á einhverju notalegu að horfa á - undantekningin væri ef til vill verkið á sýningunni „GERÐUResque“ frá 2021, þar sem yfirskriftin var bókstaflega „eitthvað til að horfa á“. Þess í stað tekur hún sér hlutverk aðlaðandi/þátttöku nálgun í list sinni, með það að markmiði að skapa möguleika á samræðu á milli sýningargestsinns og verksins. Taktu sviðið, ef þú vilt… og látum það þar. Spyrja spurninga um hlutverk eða tilgang í stað þess að gefa svör, hvetja til reynslu, frekar en að ákveða hver hún á að vera.
 
Sýningin tilheyrir rverkefninu Sumarlistamenn Einkasafnsins sem er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands-Eystra.