Fréttayfirlit

Gísli Einarsson mun setja hátíðina

Setning hátíðarinnar verður klukkan 11:30 föstudaginn 6.ágúst.  Gísli Einarsson ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og setja hátíðina formlega þetta árið.


27.07.2010

Nú eru einungis tvær vikur til stefnu

Nú eru einungis tvær vikur í Handverkshátíð og uppsetning svæðis er komin í gang.  Þó er einungis brot af þeim búnaði komið sem á eftir að koma hingað norður til okkar.  Til gamans þá má nefna að hátíðin er að breytast í skemmtilega blöndu af lífi og fjöri enda veitir ekki af að krydda svona viðburði vel.  Allt gert með það fyrir sjónum ...
22.07.2010

Uppsetning á Handverkshátíð 2010 formlega hafin

Uppsetning fyrir Handverkshátíð í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar og Hrafnagilsskóla komin vel í gang - nú er að setjast yfir planið og láta púslið ganga upp :) Það þarf að koma fyrir vel á annað hundrað .....


Íþróttasalur klukkan 08 laugardaginn 10.júlí 2010

11.07.2010

Aðstaða á svæðinu

Það er mjög gott tjaldsvæði við skólann og dásamleg sundlaug.  Sjá nánar undir Aðstaða á svæðinu



11.07.2010

Skráningar á námskeið nú í fullum gangi

Gerð íláta úr næfur - Kerstin Lindroth kennir
Gerð ölhæna - Sune Oskarsson kennir
Flauelisskurður með perlusaumi og snúrulagningu - Hildur Rosenkjær kennir

Sjá nánar undir námskeið


04.07.2010

Hjónin Hildur Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson

Handverkshátíð mun fá til sín góða gesti og kennara sem munu leiðbeina á námskeiðum dagana 10.-12.ágúst.  Hjónin Hildur og Ásmundur munu koma bæði og taka þátt og sýna verkvinnu sína á hátíðinni sjálfri.  Hildur mun leiðbeina á námskeiði í .....

23.06.2010

Úrvinnsla umsókna hafin

Gríðarlegur fjöldi umsókna barst um þátttöku á hátíðinni.  Gleðilegt að sjá hversu margir nýir vilja koma og sýna sig og sjá aðra... :)  Nú fer niðurtalning brátt að hefjast og upplýsingar berast á næstu dögum til þátttakenda svo formlegur undirbúningur geti hafist.  Spennan magnast !!!!!
17.06.2010

Umsóknarfrestur til 10.júní

Umsóknirnar streyma inn - :)

Fresturinn rennur út 10.júní ......

28.05.2010

Nýjar myndir

Hér á síðunni má finna myndasöfn sem stöðugt er reynt að bæta inní. 


14.04.2010

Opnað fyrir umsóknir - frestur til 10.júní

Síminn er byrjaður að hringja sem er mikið gleðiefni.  Tölvupóstur klingir í innhólfinu nær daglega svo það er greinilegt að mikill hugur er í fólki.  Þess vegna var ákveðið að setja inn umsóknareyðublaðið vegna þátttöku í hátíðinni sem fer fram dagana 6.-9.ágúst næstkomandi.

Fljótlega verða settar inn frekari fréttir af fyrirkomulagi hátíðarinnar 2010. 

Umsóknareyðublað á Handverkshátíð 2010

30.03.2010