Handverkshátíð mun fá til sín góða gesti og kennara sem munu leiðbeina á námskeiðum dagana
10.-12.ágúst. Hjónin Hildur og Ásmundur munu koma bæði og taka þátt og sýna verkvinnu sína á hátíðinni
sjálfri. Hildur mun leiðbeina á námskeiði í .....
Guðrún Hildur Rosenkjær fædd 31. mars
1962. Klæðskera- og kjólameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík (1993-4). Nemandi í sagnfræði við HÍ.
Hildur hefur starfað við þjóðbúningasaum frá árinu 1997 og leiðbeint á þjóðbúninganámskeiðum
Heimilisiðnaðarskólans frá 1998. Hefur rekið “7 í höggi – Þjóðbúningastofan” ásamt Oddnýju
Kristjánsdóttur frá árinu 2001. Ásmundur Kristjánsson fæddur 14. maí 1969. Vélvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík (1996). Stundar nú nám í gull- og silfursmíði og er meistari hans er Dóra Jónsdóttir, Gullkistunni.
Þau hjónin munu taka þátt og sýna verkvinnu sína á hátíðinni sjálfri. Einnig mun Hildur kenna á námskeiði í flauelsskurði- sjá nánar um það undir Námskeið.
Hildur og Oddný með nemendum á Heimiliðsiðnaðardegi í Árbæjarsafni.
Hjónin Hildur Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson
Myndin er af Ernu Eiríksdóttur í faldbúningi eftir 1800 með perlusaumaðan kraga og Olgu Kristjánsdóttur í faldbúningi fyrir 1800 en treyjan er með perlusaumuðum borðum.