Handverkshátíð lauk í sól og blíðu
Handverkshátíð 2013 lauk í dag í sól og blíðu.
Alls fékk sýningin um 18.000 heimsóknir og eru aðstandendur sýningarinnar mjög ánægðir með aðsóknina og hvernig til tókst. Viljum við nýta tækifærið og þakka sýnendum og gestum fyrir ánægjulega helgi og hlökkum til að taka á móti ykkur að ári.
12.08.2013