Fréttayfirlit

Póstkassaleikur á Facebooksíðu Handverkshátíðar

Á Facebooksíðu Handverkshátíðarinnar er kominn í gang Póstkassaleikur þar sem hægt er að greiða atkvæði um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar

20.07.2012

Námskeið 2012

Enn hafa bæst við námskeið sem boðið verður upp á í tengslum við Handverkshátíðina í ár.

Upplýsingar um námskeiðin má sjá hér á valstikunni til vinstri á síðunni eða með því að smella hér.

18.07.2012

Prúðbúnir póstkassar í Eyjafjarðarsveit

Í tilefni Handverkshátíðar og Landbúnaðarssýningar hefur verið blásið til samkeppni um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar. Íbúar hafa tekið virkan þátt og má nú sjá handverksprýdda póstkassa víða í sveitinni. Í myndasafni síðunnar má sjá nokkra kassa

Dagana 7. júlí til 10.ágúts gefst almenningi tækifæri á að velja best prýdda póstkassann en kjörkassar standa frammi hjá ferðaþjónustuaðilum sveitarinnar.

Sjá fleiri myndir á Facebook-síðu hátíðarinnar
04.07.2012

Námskeiðin í ár

Í tengslum við Handverkshátíð eru árlega haldin námskeið og svo verður einnig í ár. Upplýsingar um námskeið ársins eru farin að tínast hér inn á síðuna og eru allir áhugasamir hvattir til að fylgjast með, enda takmarkanir á hversu margir komast að á hverju námskeiði.

Upplýsingar um námskeiðin má sjá í valstikunni hér til vinstri á síðunni. 

29.06.2012

Héðinsfjarðartrefillinn á Handverkshátíð

Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla  fékk á dögunum afhenta gjöf frá Fríðu Gylfadóttur listakonu í Fjallabyggð, en það var hluti Héðinsfjarðartrefilsins. Forsaga trefilsins er sú að árið 2010 stóð Fríða fyrir sameiginlegu prjónaátaki heimamanna og gesta í Fjallabyggð og var tilefnið opnun Héðinsfjarðarganga um haustið. Þá höfðu Fríða og félagar prjónað 17 km langan trefil sem tákn um sameiningu og samtöðu.
06.06.2012

Handverk fyrir Handverkshátíð 2012

Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla. Prjónað utan um traktor.Undirbúningur Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla 2012 er kominn á fullan skrið og gengur vel að sögn Esterar Stefánsdóttur framkvæmdastjóra sýninganna. „Kvenfélagskonurnar okkar eru að leggja lokahönd á að prjóna utan um traktorinn á Kristnesi.“
29.05.2012

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning 2012

Merki Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla 2012Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla hefur löngu fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður norðan heiða ár hvert. Undanfarin ár hefur hún verið sótt af sívaxandi fjölda gesta og í ár má búast við að enn verði aðsóknarmet slegin þegar landbúnaðarsýning verður sett upp samhliða hátíðinni.
24.05.2012

Afgreiðslu umsókna lokið

Aðstandendur Handverkshátíðar 2012 vilja þakka öllum þeim sem sýndu hátíðinni áhuga. Afgreiðslu umsókna er lokið og getum við lofað fjölbreyttri sýningu í ár.

01.05.2012

Aldrei fleiri umsóknir

Umsóknarfresturinn rann út þann 1. apríl s.l.. 
Gríðarlegur fjöldi umsókna barst að þessu sinni.
Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 1. maí n.k..
06.04.2012

Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl

Umsóknarfresturinn fyrir þá sem vilja sækja um aðstöðu á sýningarsvæði Handverkshátíðarinnar er 1. apríl n.k.. Sækið  um hér.

Í tilefni af 20. Handverkshátíðinni verður boðið upp á spennandi nýjungar fyrir sýnendur og gesti jafnt utan dyra sem innan. Hér má fylgjast með einni af nýjungunum í ár.
 http://www.visir.is/prjona-peysu-a-traktorinn/article/2012120329766
22.03.2012