Handverkshátíðin á RÚV
Þáttur um 20. Handverkshátíðina í Eyjafjarðarsveit sem haldin var sumarið 2012 verður sýndur þriðjudaginn 30. júlí kl: 19:35 RÚV.
19.07.2013
Á laugardagskvöldið var haldin hátíðarkvöldvaka sýninganna við Hrafnagil. Fyrir utan fjölmörg skemmtiatriði sem dagskrá kvöldsins bauð upp á, fór þar fram verðlaunaafhending handverksfólks og hönnuða, fyrir keppnir á vegum ungbænda og keppnina um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar.
Enn var slegið met í miðasölu Handverkshátíðar í dag, fyrir utan mikinn fjölda endurkomugesta. Fjöldi gesta skoðaði einnig Landbúnaðarsýningu Búnaðarsambands Eyjafjarðar í eindæma veðurblíðu sem lék við gesti og starfsfólk sýninganna.