Fréttayfirlit

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning heppnuðust vel

Viðtal við framkvæmdastjóraHandverkshátíð og Landbúnaðarsýningu við Hrafnagil lauk á mánudaginn var. Mikil veðurblíða lék við starfsfólk og gesti sem voru um 20 þúsund.
Hér má sjá viðtal sem birtist á sjónvarpsstöðinni N4 í vikunni, en þar fer Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóra sýninganna yfir hvernig til tókst.
17.08.2012

Verðlaun og viðurkenningar

Á laugardagskvöldið var haldin hátíðarkvöldvaka sýninganna við Hrafnagil. Fyrir utan fjölmörg skemmtiatriði sem dagskrá kvöldsins bauð upp á, fór þar fram verðlaunaafhending handverksfólks og hönnuða, fyrir keppnir á vegum ungbænda og keppnina um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar.

13.08.2012

Sunnudagur til sólar

Enn var slegið met í miðasölu Handverkshátíðar í dag, fyrir utan mikinn fjölda endurkomugesta. Fjöldi gesta skoðaði einnig Landbúnaðarsýningu Búnaðarsambands Eyjafjarðar í eindæma veðurblíðu sem lék við gesti og starfsfólk sýninganna.


12.08.2012

Sunnudagur til sólar

Enn var slegið met í miðasölu Handverkshátíðar í dag, fyrir utan mikinn fjölda endurkomugesta. Þá skoðuðu einnig fjölmargir Landbúnaðarsýningu Búnaðarsambands Eyjafjarðar á svæðinu. Eindæma veðurblíða lék við gesti og starfsfólk sýninganna.

12.08.2012

Aðsóknarmet slegin

Aldrei hafa jafn margir sótt Handverkshátíð og í ár. Aðsóknarmet hafa verið slegin bæði í dag, laugardag og í gær. Landbúnaðarsýningin sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar stendur fyrir í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins hefur jafnframt dregið til sín fjölda gesta. Mikil veðurblíða á svæðinu hefur kætt bæði gesti og starfsfólk sýninganna.

11.08.2012

Valnefnd Handverkshátíðar

Á hátíðarkvöldvöku Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar verða m.a. afhentar viðurkenningar Handverkshátíðar fyrir handverk ársins, hönnun ársins og sölubás ársins. Valnefnd fór um svæðið eftir að uppsetningu sölubása lauk í gærkveldi.
10.08.2012

Meira af undirbúningi

Enn er mikið um að vera á sýningarsvæði Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagil enda mörg handtökin sem þarf til að koma sýningum af þessari stærðargráðu á laggirnar.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru núna seinnipartinn.
09.08.2012

Uppsetning gengur vel

Undirbúningur vegna Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar hefur gengið vel í dag. Margt er um manninn og þá ekki síður vélarnar á svæðinu enda mikið lagt upp úr að sýningarnar megi verða sem glæsilegastar.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af undirbúningi og uppsetningu.
09.08.2012

Landbúnaðarsýning verður til

Svæði Landbúnaðarsýningar við Hrafnagil tekur nú örum breytingum og á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig tjöld og girðingar rísa.

09.08.2012

Samráðsfundur

Samráðsfundur fyrir Handverkshátíð og Landbúnaðarsýningu 2012
Það eru margir endar sem þarf að hnýta endanlega þegar viðburðir eins og Handverkshátíð og stór landbúnaðarsýning eru annars vegar. Í gærkveldi var haldinn einn síðasti sameiginlegi undirbúningsfundur allra þeirra sem koma að sýningunum við Hrafnagil 10. – 13. ágúst n.k.

01.08.2012