Aldrei hafa jafn margir sótt Handverkshátíð og í ár. Aðsóknarmet hafa verið slegin bæði í dag, laugardag og í gær. Landbúnaðarsýningin sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar stendur fyrir í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins hefur jafnframt dregið til sín fjölda gesta. Mikil veðurblíða á svæðinu hefur kætt bæði gesti og starfsfólk sýninganna.
Sýningarhaldarar búast við áframhaldandi metaðsókn á
morgun, sunnudag og á mánudaginn, enda veðurspáin góð og allt leggst á eitt við að gera þessa daga ógleymanlega öllum þeim
sem að sýningunum koma.
Fleiri myndir frá sýningunni má sjá hér.