Samráðsfundur

Samráðsfundur fyrir Handverkshátíð og Landbúnaðarsýningu 2012
Það eru margir endar sem þarf að hnýta endanlega þegar viðburðir eins og Handverkshátíð og stór landbúnaðarsýning eru annars vegar. Í gærkveldi var haldinn einn síðasti sameiginlegi undirbúningsfundur allra þeirra sem koma að sýningunum við Hrafnagil 10. – 13. ágúst n.k.


Ester Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sýnir veðurspá
Á myndunum má sjá framkvæmdastjóra og stjórn sýninganna og fulltrúa þeirra félaga og samtaka sem að sýningunni koma.
Auk þess að fara yfir ótal atriði, allt frá uppsetningu girðinga og tjalda yfir í brynningu og fóðrun húsdýra, var langtíma veðurspá varpað á skjáinn, enda veðrið líklega það sem erfiðast verður að skipuleggja þrátt fyrir einlægan samstarfsvilja allra aðila.