Það leynir sér ekki að nú styttist í Handverkshátíð og póstkassarnir í Eyjafjarðarsveit eru byrjaðir að
"blómstra".
Í tilefni af hátíðinni hafa nokkrir íbúar sveitarinnar klætt póstkassana sína ýmiskonar handverki. Þetta framtak gerir
þátttöku samfélagsins í sýningunni enn sýnilegra. Vafalaust eiga enn fleiri póstkassar eftir að "blómstra" fram að
sýningu.
Sjá myndir af fleiri póstkössum á Facebook síðunni okkar.