Fjöldi nýrra sýnenda líkt og fyrr ár og fjölbreytnin er mikil. Íslenskur hönnuður með skó unna úr íslensku hráefni, munir unnir úr búrhvalstönnum og hreindýrshornum og fjöldi nýrra aðila sem eru með fallega textílvöru. Ekki má gleyma fatnaði skarti, gler, leir og vönduðum vörum unnum úr tré. Á útivsæðinu eru m.a. sölutjöld með matvöru úr íslensku hráefni. Nýjar kartöflur, sultur, saft og söl. Kleinur, brauð og harðfiskur. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna alla sýningardagana. Félag ungra bænda á norðurlandi bjóða upp á húsdýrasýningu, Búsaga verður með sýningu á gömlum vélum og Bílaklúbbur Akureyrar sýnir bíla af öllum stærðum og gerðum. Þjóðháttafélagið Handraðinn verður með miðaldabúðir. Rúningur , eldsmíði, þrautabraut og börnin í sveitinni koma með kálfana sína á laugardeginum og keppast um hvert þeirra eigi fallegasta og best tamda kálfinn. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir 16 ára og eldri og 500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja og gildir aðgangsmiðinn alla helgina Hlökkum til að sjá ykkur á Handverkshátíðinni