Handverkshátíð lauk í gær
Handverkshátíð 2014 lauk í gær. Stjórnendur hátíðarinnar eru ánægðir með aðsóknina en er gert ráð fyrir að hátíðin hafi fengið um 15.000 heimsóknir. Almenn ánægja ríkti meðal sýnenda og gesta og vakti handverksmarkaðurinn mikla lukku og má búast við að hann verði árlegur viðburður. Samstarfið við Saga Travel lukkaðist vel, en þeir sáu um sætaferðir á hátíðina frá Akureyri og verður samstarfinu haldið áfram á næsta ári.
Stjórnendur hátíðarinnar vilja nýta tækifærið og þakka sýnendum og gestum fyrir komuna og við hlökkum til að taka á móti ykkur á næsta ári.
11.08.2014