Sýnendur vel að verðlaununum komnir

Handverksmaður ársins Kristín Þórunn Helgadóttir
Handverksmaður ársins Kristín Þórunn Helgadóttir

Laugardagurinn var bjartur og góður og mikil aðsókn á hátíðina. Deginum lauk með frábærri kvöldskemmtun þar sem viðurkenningar hátíðarinnar voru veittar. Valið var erfitt og því var ákveðið að veita tvenn aukaverðlaun að þessu sinni. Ánægjulegt er að segja frá því að báðir aðilarnir sem hlutu aukaverðlaunin eru að taka þátt á hátíðinni í fyrsta sinn í ár.

Valnefndina skipuðu:
Arnar Árnason – bóndi á Hranastöðum og stjórnarmaður Handverkshátíðar
Björg Eiríksdóttir – myndlistarmaður og kennari
Rósa Húnadóttir – þjóðfræðingur og með próf í menningarmiðlun

Verðlaunagripirnir eru allir eftir Einari Gíslasyni myndlistamanni frá Brúnum í Eyjafirði

Handverksmaður ársins 2014
Kristín Þórunn Helgadóttir - Fjöruperlur
Umsögn valnefndar: Kristín  nýtir efnivið úr náttúrunni á frumlegan og áhugaverðan hátt og hefur þróað aðferðir til að vinna úr honum svo afraksturinn verður falleg vara þar sem litir, munstur og form náttúrunnar fá að njóta sín í einfaldleika sínum en í nýju samhengi.

Sölubás ársins 2014
Hespa – Guðrún Bjarnadóttir
Umsögn valnefndar: Margbreytileiki og látleysi skapa fallega heild

Hvatningarverðlaun
Hildur Harðardóttir – Hildur H. List-Hönnun
Umsögn valnefndar: Hvert og eitt þessara einstöku dýra lýsa miklum sköpunarkrafti

Hvatningarverðlaun
Erling Andersen - Módelbátar
Umsögn valnefndar: Vandað handverk sem greinilega er unnið af mikilli natni

Samstarfsaðilar okkar Saga Travel halda áfram með sætaferðir á sýninguna frá Akureyri. Allar nánari upplýsingar má fá í
síma: 588-8888. Handverkshátíð lýkur í dag kl: 18 og hlökkum við til að taka á móti ykkur.