Öðrum degi Handverkshátíðar er nú lokið. Þrátt fyrir úrkomu voru sýnendur og gestir með sól í hjarta. Eftirtektarvert er hversu vandaðar vörur eru á boðstólnum í ár og hversu mikinn metnað sýnendur hafa lagt í sýningarbásana sina. Handverksmarkaður með 20 þátttakendum fór fram í dag og sá næsti fer fram á sunnudaginn. Á morgun laugardag mæta börn í sveitinni og keppa sín á milli um hvert þeirra á fallegasta og best tamda kálfinn. Uppskeruhátíðin fer fram annað kvöld þar sem verðlaun hátíðarinnar verða veitt. Mikið er um að vera í Eyjafirði og hlökkum við til að taka á móti ykkur á morgun.