Eyjafjarðarsveit tekur upp Hvata/Abler frístundakerfið
Frá og með áramótum hefur Eyjafjarðarsveit tekið upp notkun Hvata/Abler frístundakerfisins til að halda utan um íþrótta- og tómstundastyrki barna. Með breytingunni er horfið frá beingreiðslum til forráðamanna gegn framvísun kvittana og í staðinn geta þeir ráðstafað styrknum rafrænt til niðurgreiðslu æfinga- og þátttökugjalda í gegnum Abler frístundakerfið.
09.01.2026
Fréttir