Fréttayfirlit

Eyjafjarðarsveit tekur upp Hvata/Abler frístundakerfið

Frá og með áramótum hefur Eyjafjarðarsveit tekið upp notkun Hvata/Abler frístundakerfisins til að halda utan um íþrótta- og tómstundastyrki barna. Með breytingunni er horfið frá beingreiðslum til forráðamanna gegn framvísun kvittana og í staðinn geta þeir ráðstafað styrknum rafrænt til niðurgreiðslu æfinga- og þátttökugjalda í gegnum Abler frístundakerfið.
09.01.2026
Fréttir

Þitt atkvæði - þín rödd / Your vote - Your voice

Lived in Iceland for 3 years? You can vote in the municipal elections.
08.01.2026
Fréttir

Íslendingar 90% gesta á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar

Íslendingar eru yfirgnæfandi fjöldi gesta á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagilshverfi. Þetta sýnir tölfræðin frá síðasta ári. Alls gistu 4076 manns í samtals 7718 gistinætur. Íslendingar eiga 89% af þessum gistinóttum, eða 6884. Næst fjölmennasti hópurinn eru Þjóðverjar með 184 gistinætur, þá koma Bandaríkjamenn með 98, Spánverjar með 80, Hollendingar 77 og Kanadamenn lögðu inn 67 gistinætur á tjaldsvæðinu 2025. Á hinum endanum má sjá að einn Rússi gisti á tjaldsvæðinu í eina nótt og sömu sögu má segja af ferðamönnum frá Kólumbíu, Slóvakíu og Nýja Sjálandi. 14 Ástralir gistu á tjaldsvæðinu í fyrra og líklega komu þeir lengst að af öllum þeim sem gistu hjá okkur.
08.01.2026
Fréttir

Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir stöðu á skrifstofu embættisins til umsóknar.
08.01.2026
Fréttir

Ljósið í skammdeginu

Í skammdeginu eftir jól, á ísilagðri tjörninni, birtist óvænt ljós – lítið jólatré sem minnir okkur á kraftinn í einföldum gleðiverkum. Eftir jólahátíðina ákvað íbúi við Bakkatröð að gleðja aðra með því að gera eitthvað óvenjulegt. Hann hætti sér út á frosna tjörnina, boraði niður úr ísnum og festi þar niður fallega upplýst jólatré. Í myrkrinu lýsir tréð nú upp hvítan snjóinn og skapar töfrandi stemningu sem gleður bæði auga og sál.
06.01.2026
Fréttir

Tilkynning frá Terra

Því miður frestast rúllubaggaplasthringurinn fram á miðvikudaginn 7. janúar.
05.01.2026
Fréttir

Nýtt sorphirðudagal 2026

Nýtt sorphirðudagal 2026
05.01.2026
Fréttir

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Lokað verður föstudaginn 2. janúar 2026. Opið verður á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00 frá og með mánudeginum 5. janúar 2026.
02.01.2026
Fréttir

Jóla og áramótakveðja sveitarstjóra

Ég vaknaði snemma í morgun, á Þorláksmessu, það var í raun ennþá nótt og Eyfirska lognið óvenju duglegt að hreyfa sig. Það var samt ákveðin kyrrð í vindinum og enginn annar farinn á ról þegar ég rölti mér í vinnuna. Það voru allir sofandi heima, komnir í frí svo það var gott að taka daginn snemma. Eyjafjarðará liðaðist á móti mér niður dalinn eins og hún hefur gert frá örófi alda; hún nærir jörðina, gefur landbúnaðarhéraðinu líf og flytur með sér efnivið sem skapað hefur grunn að traustu samfélagi við Eyjafjörð.
23.12.2025
Fréttir

Laus störf í Krummakoti

Í Krummakoti eru lausar stöður leikskólakennara og starfsmann til afleysinga.
22.12.2025
Fréttir