Markaðsdagar verða fimmtudaginn 10.ágúst, laugardaginn 12.ágúst og sunnudaginn 13.ágúst.
Markaðurinn er hugsaður fyrir einstaklinga með eigið handverk sem vilja eiga þess kost að taka þátt í hátíðinni með því að kaupa aðgang að söluborði einn dag.
Áhugasamir sendi tölvupóst á handverk@esveit.is. Við viljum fá nafn, heimilisfang, síma, söludag og hverskonar handverk verður til sölu. Verð fyrir borð á handverksmarkaði er kr. 10.000